Félagsliði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Félagsliði er fagheiti eða starfsstétt sem stofnuð var í kringum aldamótin 2000 [1] fyrir starfsfólk sem vinnur á heilbrigðis- og velferðarsviðum.

Nám félagsliða er að ýmsu leyti sambærilegt við sjúkraliða og meðal faga sem kennd eru í félagsliðanámi má nefna: Aðstoð og umönnun, félagsfræði, félagsleg virkni, fjölskyldan og félagsleg þjónusta, heilbrigðisfræði, lyfjafræði, næringarfræði, siðfræði, fötlun, öldrun, sálfræði og skyndihjálp [2]. Hægt er að taka svokallaða félagsliðabrú þar sem starfsreynsla fæst að einhverju leyti metin inn í námið.

Starfsvettvangur félagsliða getur verið innan öldrunarstofnana, geðdeilda, liðveislu, í félagslegri heimaþjónustu, skólaathvarfi, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, félagsmiðstöðum og á sambýlum fatlaðra.[3]

Félag íslenskra félagsliða var stofnað árið 2003. Námið hefur verið kennt í Borgarholtsskóla, Mími símenntun og einnig á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Námið tekur 4-5 misseri eða 2 til 2 og hálft ár miðað við fullt nám.

Í mars 2016 skoraði félag íslenskra félagsliða á Heilbrigðisráðherra að löggilda starfsheitið. Árið 2016 störfuðu hátt í 1000 manns sem félagsliðar. [4]

Sambærilegt nám er til í Danmörku og heitir fagstéttin þar sosial- og sundhedsassistent ( skammstafað SOSU-assistent). Á ensku hefur það verið þýtt sem social- and health service assistant [5]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Félag íslenskra félagsliða

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Löggildingu fyrir félagsliða, skoðað 19. nóvember 2015
  2. Félagsliði, hvað er það?, skoðað 19. nóvember 2015
  3. Skólar og félagsliðanám, skoðað 19. nóvember 2015
  4. Áskorun um löggildingu félagsliða Felagslidar.is. Skoðað 4. maí, 2016.
  5. English -SOSU C, Skoðað 20. nóvember 2015.