Fara í innihald

Fáni Súrínams

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi fáni Súrinams.

Fáni Súrínams samanstendur af fimm láréttum borðum: tveimur grænum efst og neðst, tveimur mjórri, hvítum borðum (helmingi mjórri en þeir grænu) og tvöfalt breiðari rauðum borða í miðjunni. Í miðjum rauða borðanum er gul fimmkanta stjarna.

Stjarnan táknar einingu milli þjóðarbrota Súrinams. Rauði liturinn táknar framfarir og kærleika, sá græni táknar von og frjósemi, og sá hvíti táknar frið og réttvísi. Fáninn tók gildi við sjálfstæði landsins frá Hollandi þann 25. nóvember 1975. Hlutföll hans eru 2:3.

Fáni fyrir sjálfstæði

[breyta | breyta frumkóða]
1959-1975

Fyrir sjálfstæði Súrinams var notaður hvítur fáni með fimm lituðum stjörnum sem bundnar voru saman í hring. Stjörnurnar táknuðu helstu þjóðarhópana í Súrínam: frumbyggjana, evrópska nýlendumenn, afríska þræla og hindúa, Kínverja og Indónesa sem komu til landsins sem verkaliðar. Hringurinn átti að tákna friðsamlega sambúð hópanna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.