Fara í innihald

Fáni Kólumbíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fáni Kólumbíu tók gildi og er óbreyttur frá 26. nóvember 1861.

Hann samanstendur af þrem lágréttum borðum í gulum, bláum og rauðum. Guli borðinn er breiðari en hinir tveir og myndar helming fánans.

Guli liturinn táknar gullið sem Kólumbía var ríkt af áður en landið varð evrópsk nýlenda. Blái liturinn vísar til hafsins meðan sá rauði vísar til blóðsins sem var hellt í sjálfstæðisstríðinu gegn Spáni. Hæð á móti breidd er 2:3.

Fáninn á ættir að rekja, líkt og fánar Venesúela og Ekvador, til fána Stóru-Kólumbíu (1819–1831).