Fáni Gvatemala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Gvatemala

Fáni Gvatemala er gerður úr þrem jafnstórum lóðréttum flötum með skjaldarmerki í miðjunni. Blái liturinn táknar höfin sitt hvorum megin við landið.

Fyrir miðju fánans er skjaldarmerki Gvatemala. Skjaldarmerkið sýnir þjóðarfugl Gvatemala, sem líkast til á sér ekki nafn á íslensku, er nefndur quetzal. Ennfremur er skjaldarmerkið gert af plaggi sem á er rituð dagsetning sjálfstæðis landsins frá Spáni, tveimur mótliggjandi rifflum og tveimur sverðum. Af löndum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum hefur aðeins eitt annað land, Mósambík, skotvopn á fána sínum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.