Fáfnir (bifhjólaklúbbur)
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Fáfnir bifhjólaklúbbur var utangarðsklúbbur með óljósan uppruna í kringum aldamótin 2000.
Mótorhjólaklúbburinn var lagður niður sumarið 2009 þegar þeir fengu prospectstöðu innan Hells Angels, einskonar staða sem er gefin áður er fullgild aðild fæst. Tók þá klúbburinn upp nafnið Hells Angels prospect sem síðan varð bara HA á Íslandi.
Um svipað eða sama leiti og prospect-staðan var tekin upp hætti Jón Trausti Lúthersson sem formaður og Einar „Boom" Marteinsson tok við forystukeflinu. Var fjöldi meðlima á þessum tíma (við) inngöngu í HA áætlaður 20.
Innan klúbbsins er forseti sem er æðstur, varaforseti, gjaldkeri og ritari. Einnig er svokallaður agavörður sem sér um að menn hagi sér rétt. HA á Íslandi heyrir undir HA klúbbinn í Noregi en ekki Danmörku.