Eðlishvöt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eðlishvöt (frumhvöt eða eðlisávísun og áður fyrr nefnd náttúruhvöt) er arfgeng tegundarbundin tilhneiging lífveru til (sérstakra) athafna. Eðlishvöt er því það háttalag lífveru sem virðist koma fram svo að segja af sjálfsdáðum og þarf lítillar eða engrar æfingar við. Þar sem ekki þarf til dæmis að kenna köttum að veiða mýs[heimild vantar] er það eðlishvötin sem fær hann til þess. Eðlishvötin er þó orðið að nokkuð úreltu hugtaki meðal vísindamanna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.