Eðlisfræðilögmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eðlisfræðilögmál er stærðfræðilegt samhengi á milli mælanlegrar stærðar og þeirra þátta sem hluturinn, sem á að mæla, er háður. Þetta er grundvallarhugtak í eðlisfræðinni.

Eðlisfræðilögmál eru yfirleitt sannreynd med tilraunum. Tilraunir hafa alltaf einhverja óvissu í sér og því er hægt ad segja að eðlisfræðilögmál séu nálganir á því sem mælt er vegna þess að líkanið, sem er byggt út frá tilraununum, lýsir mæliniðurstöðum innan einhverja skekkjumarka.

Fræg eðlisfræðilögmál eru t.d. lögmál Newtons og jöfnur Maxwells.