Eðlisefnafræði
Útlit
Eðlisefnafræði er ein þriggja höfuðgreina efnafræðinnar, en hinar eru lífræn efnafræði og ólífræn efnafræði. Eðlisefnafræðin fæst við að beita aðferðum eðlisfræðinnar við að leysa efnafræðileg vandamál. Þegar unnið er við efnasmíði er áherslan lögð á aðferðir til að búa til þekkt eða óþekkt efnasambönd, en í eðlisefnafræði reyna menn með tilraunum og fræðilegum aðferðum að skilgreina eiginleika efnasambanda.