Fara í innihald

Eyktarmark

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyktarmark eða dagsmark er kennileiti í landslagi sem er notað til að sýna tíma. Dægri var til forna skipt í átta eyktir í hverjum sólarhring og voru þrjár stundir í hverri eykt. Aðalstundir dagsins voru rismál (kl. 6 að morgni), dagmál (kl. 9 árd.) hádegi (kl. 12), miðmundi (kl. 1 1/2 síðdegis), nón (kl. 3), miðaftan (kl. 6), náttmál (kl. 9), miðnætti (kl. 12) og svo var síðari hluti nætur nefndur ótta. [1]

Eyktarmark er miðað við tiltekna staðsetningu, gjarnan bæ eða sel. Þannig var örnefnið Hádegishóll eyktarmark frá bænum Fífuhvammi en það var hóll sem var beint suður af bænum og hóllinn bar í sólu séð frá bænum um hádegi. [2]

Oft má ráða af heiti eyktarmarka hvaða tíma dags þau sýna. Dæmi um það eru Miðaftanfjall, Miðaftanstunga, Miðdagstó, Miðmundahólar, Nónfjall, Hádegisfjall, Hádegishnjúkur, Dagmálahóll.

Stundum eru eyktarmörk manngerð t.d. vörður eins og Nónvarða,

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Eyktarmörk (ferlir.is)
  2. Ég vil ekki selja Fífuhvamminn, Morgunblaðið 2. nóvember 1986