Eyjólfur Sæmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyjólfur Sæmundsson (d. 1158[1]) í Odda á Rangárvöllum var prestur og ef til vill goðorðsmaður.

Sturlunga[breyta | breyta frumkóða]

Í ættartölum framarlega í Sturlungusafninu stendur: „ Sæmundur hinn fróði átti Guðrúnu, dóttur Kolbeins Flosasonar. Þeirra börn voru þau Eyjólfur prestur og Loftur prestur og Loðmundur og Þórey, er átti Þorvarður Ólafsson.“[2] Í 126. kafla af Íslendingasögu í sama safni stendur, að Eyjólfur Sæmundarson hafi átt hálfan Oddastað, sem Loftur og Loðmundur bræður hans hafi tekið í arf.[3]

Þorláks saga[breyta | breyta frumkóða]

Í þriðja kafla af Þorláks sögu hinni elstu stendur, að móðir Þorláks biskups vildi koma honum til mennta, og „réðust þau mæðgin í hinn æðsta höfuðstað í Odda undir hönd Eyjólfi presti Sæmundarsyni, er bæði hafði höfðingsskap mikinn og lærdóm góðan, gæsku og vitsmuni gnægri en flestir aðrir. Og heyrðum vér hinn sæla Þorlák það vitni bera honum, að hann þóttist trautt þvílíkan dýrðarmann reynt hafa sem hann var... svo bar oft til, þá er vér hældum hans góðum háttum, að hann kvað það vera siðvenjur Eyjólfs fóstra síns Sæmundarsonar... Eyjólfur virti Þorlák mest allra sinna lærisveina um það allt, er til kennimannsskapar kom...“[4] Eyjólfur kann að hafa hvatt og styrkt Þorlák til að stunda sem nýlega vígður prestur framhaldsnám í París.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gustav Storm gaf út: Islandske Annaler indtil 1578, bls. 116 (Konungsannáll), Christiania 1858.
  2. Jón Jóhannesson og fleiri gáfu út: Sturlunga saga I, bls. 51, Reykjavík 1946.
  3. Ibid., bls. 409.
  4. Ásdís Egilsdóttir gaf út: Biskupa sögur II, Íslenzk fornrit XVI, bls. 49-50, Reykjavík 2002.
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.