Fara í innihald

Eyðilandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyðilandið (The Waste Land) er ljóð eftir T.S. Eliot. Það kom út á íslensku árið 1990 í tvítyngdri útgáfu, á frummálinu og í íslenskri þýðingu Sverris Hólmarssonar ásamt skýringum (þýðingum á skýringum Eliots og viðbótarskýringum þýðanda). Fyrsti kaflinn, „Greftrun hinna dauðu“ hafði birst í Ljóðormi árið 1988. Einnig höfðu Helgi Hálfdanarson, Stefán Sigurkarlsson og Magnús Ásgeirsson þýtt hluta af ljóðinu.

Eyðilandið kom út árið 1922 en sama ár kom einnig út skáldsagan Ulysses eftir James Joyce. Þessi verk voru framúrstefnuleg og merki um formgerðarbyltingu sem síðar hefur oft verið kennd við módernisma.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Greinar á íslensku
Ljóðið sjálft
Útgáfur með skýringum
Hljóðupptökur