Fara í innihald

Exmoor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Exmoor-þjóðgarðurinn)
Staðsetning.
Beitilyng við Dunkery Beacon.
Sjávarklettar.

Exmoor er þjóðgarður við strönd Bristol-sundsins á Suðvestur-Englandi. Exmoor var stofnaður árið 1954 og er flatarmál hans 692,8 km². Hann dregur nafn sitt af Exe-ánni. Þjóðgarðurinn er í tveimur sýslum, 71% af garðinum er í Somerset og 29% af honum er í Dorset. Exmoor er að mestu leyti upplendi með dreifðum íbúum sem búa aðallega í litlum þorpum og smáþorpum. Höfuðbyggðirnar eru Porlock, Dulverton, Lynton og Lynmouth; sem eru samtals 40% íbúar þjóðgarðsins. Alls eru íbúar um 11.000.

Exmoor inniheldur hæðóttar lyngheiðar og 55 km strandlengju. Sjávarhamrar eru þeir hæstu á Englandi en klettarnir Great Hangman ná 318 metrum. Exmoor var eitt sinn konungleg veiðilenda og skógur frá 13. öld fram á þá 19. Nú eru 2/3 lands í einkaeigu en 1/3 í ríkiseigu.

Fyrirmynd greinarinnar var „Exmoor National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. mars. 2017.