Espressó
Útlit
(Endurbeint frá Espresso)
Espressó (ítalska espresso, sem þýðir „þrýst út“ eða „útþrýstingur“) er afar sterkur og bragðmikill kaffidrykkur. Hann er búinn til með því að þrýsta heitu vatni í gegnum lag af möluðum kaffibaunum sem er komið fyrir í svonefndri greip.
Espressó er grunnurinn að mörgum öðrum kaffidrykkjum, svo sem sviss mokka (mokka), cappuccino og latte. Eitt lykilatriða bragðins er froðan, sem nefnist kremma (crema), sem samanstendur af olíum, sykrum og próteinum.
Á Ítalíu er espressó oft drukkið eftir mat, sérstaklega á veitingahúsum. Sumir segja að varast beri að panta aðrar kaffitegundir eftir mat og þá sérstaklega cappuccino vegna þess að það gæti móðgað kokkana