Fara í innihald

Eratosþenes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um vísindamanninn Eratosþenes. Um stjórnmálamanninn sjá Eratosþenes frá Aþenu.

Eratosþenes (fæddur 276 f.Kr. í núverandi Lýbíu, dáinn 194 f.Kr. í Alexandríu) var grískur stjörnufræðingur og stærðfræðingur, sem reiknaði ummál jarðar og fjarlægð jarðar til sólar. Hann uppgötvaði að nota mætti hlaupár til að jafna tímatal og var fyrstur manna til að nota hugtakið landfræði („geografi“).

Eratosþenes lærði í ýmsum háskólum fyrir botni Miðjarðarhafs, meðal annars í Alexandríu og Aþenu. Hann starfaði í háskólabókasafni í Alexandríu sem bókavörður. Sáldur Eratosþenesar (eða Sigti Eratosþenesar) er enn talið gagnlegt í talnafræði við að finna prímtölur. Í riti Níkomedesar (f. um 280 f.Kr.) hefur sáldur Eratosþenesar varðveist allan þennan tíma, en ritið heitir: Inngangur að reikningslist.

  • „Hver var Eratosþenes?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er sigti Eratosþenes?“. Vísindavefurinn.
  • Sáldur Eratosþenesar Geymt 20 mars 2005 í Wayback Machine
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.