Eragon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eragon er fyrsta skáldsagan í bókaflokknum Arfleiðin eftir Christopher Paolini.

Bókin fjallar um 16 ára drekariddara úr Algesíu. Hann veit ekki hver faðir sinn er, né móðir. Hann var alinn upp hjá móðurbróður sínum, Garrow, og fjölskyldu hans. Þegar Eragon er eitt sinn að veiða uppi á Hrygg finnur hann fallegan bláan stein sem hann tekur með sér heim. Hann reynir að selja steininn en það gengur illa, sérstaklega vegna þess að fólkið í þorpinu hans, Carvahall, er ekki mjög hrifið af Hrygg. Síðan kemur í ljós að steinninn fagri er drekaegg og úr honum klekst dreki. Eragon elur hann upp með leynd en þegar útsendarar Veldisins fara á stjá og drepa Garrow neyðist Eragon til að flýja ásamt drekanum sínum og sagnaþulinum Brom. Eragon er hugrakkur og heiðarlegur, stundum svolítið seinheppinn og ef hann nyti ekki aðstoðar Brom og Safíru ætti hann ekki séns gegn illa konunginum Galbatorix.