Epidót


Epidót er háhitasteind.
Lýsing[breyta | breyta frumkóða]
Kristalar oftast smáir og finnst sem gulgræn eða græn slikja í holu-og sprunguveggjum. Glergljái og er hálf-eða ógegnsætt.
- Efnasamsetnig: Ca2(Fe,Al)Al2Si3O12(OH)
- Kristalgerð: Mónóklín
- Harka: 6-7
- Eðlisþyngd: 3,3-3,5
- Kleyfni: Góð á einn veg
Myndun og útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]
Myndast bæði í basískum og súrum bergtegundum við um og yfir 230°C hita. Finnst aðallega í rofnum og útkulnuðum megineldstöðvum og fornum háhitasvæðum.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2