Zymetech
Útlit
(Endurbeint frá Ensímtækni)
Zymetech (áður Ensímtækni) er íslenskt líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum á ensímum unnum úr sjávarlífverum og nýtingu þeirra í lækningavöru og snyrtivörur.
Fyrirtækið var stofnað árið 1999 af Jóni Braga Bjarnasyni, prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands og Ágústu Guðmundsdóttur, prófessor í matvælaefnafræði við Háskóla Íslands.
Penzim húðáburður frá Zymetech kom á markað á Íslandi árið 2000. Undanfarin ár hefur Zymetech lagt áherslu á þróun og markaðssetningu PreCold munnúða gegn kvefi. Sænska líftæknifyrirtækið Enzymatica AB framleiðir sama munnúða undir nafninu ColdZyme í Svíþjóð. Zymetech og Enzymatica sameinuðust árið 2016 eftir 10 ára samstarf.