Enheduanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Enheduanna var hofgyðja í Úr í Súmer sem var uppi um 2300 f.Kr. Enheduanna var dóttir Sargonar fyrsta keisara í Súmer. Sargon var frá Akkadíu en réðst inn í Súmer og sameinaði ríkin og myndaði þannig fyrsta keisararíki sem sögur fara af. Varðveist hafa þrjú ljóð Enheduönnu en þau eru ákall til gyðjunnar Inönnu sem og safn trúarlegra sálma.

Rústir musterisins í Súmer þar sem Enheduanna bjó

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?“. Vísindavefurinn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]