Englafossar
Útlit
(Endurbeint frá Englafoss)
Englafossar (Englafoss eða Angelfossinn) (spænska: Salto Ángel; pekemon: Kerepakupai vena, sem þýðir „foss dýpsta hylsins“, eða Parakupa-vena, sem þýðir „fall frá hæsta punkti“) er foss í Venesúela og er hæsti foss í heimi, 979 metrar hár. Fossinn fellur niður af Auyantepui, sem þýðir Djöflafjall og er í La Gran Sabana. Djöflafjall rís upp úr frumskógunum mílli Amazon og Orinoco. Fossinn heitir eftir flugmanninum Jimmie Angel sem flaug fyrstur manna yfir fossinn.