Fara í innihald

Endurkoma Gula skuggans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 19

Endurkoma Gula skuggans er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Guli skugginn var dauður. Já, svo sannarlega. En hvað þá? Hinn geigvænlegi herra Ming (Guli skugginn) og illþýði hans er enn á ný kominn á kreik. Guli skugginn á í fórum sínum margt, sem kemur okkur á óvart. Eftir að honum hefur heppnast að endurfæða sjálfan sig vegna hinnar miklu vísindaþekkingar sinnar, þá stendur hann andspænis þeirri óþægilegu staðreynd að sjá sjálfan sig í mörgum útgáfum. Og Bob Moran á fullt í fangi að gera sér grein fyrir þessum ósköpum, ótal margföldunum af herra Ming og öllum jafngeigvænlegum.

Aðalpersónur

[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Bill Balantine, Tanja Orloff, Herra Ming/Guli skugginn, Sir Archibald Baywatter, Silviani lögreglustjóri, Sheela Kan

Cannes, Frakkland - Kalkútta, Indland - Nagafjöll, Tíbet - Kimpong, Himalayafjöllum

Bókfræði

[breyta | breyta frumkóða]
  • Titill: Endurkoma Gula skuggans
  • Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Le retour de l'Ombre Jaune
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1960
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1970