Fara í innihald

Eltingaleikur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eltingaleikur eða eltingarleikur (einnig nefndur klukk eða gjugg) er einfaldur útileikur fyrir hóp. Einn úr hópnum er „hann“ og á að reyna að ná hinum þátttakendunum með því að klukka þá, snerta létt og yfirleitt kalla „klukk“ eða „gjugg“. Sá sem er klukkaður verður „hann“ og leikurinn heldur þannig áfram.

Þátttakendur geta ákveðið fyrir fram að einhver ákveðinn staður sé „stikk“ þar sem þeir sem eru eltir geta farið í pásu. Sá sem er hann má þá ekki klukka neinn sem er í pásu.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.