Ella Fitzgerald

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ella Fitzgerald á ljósmynd eftir Carl Van Vechten frá 1940.

Ella Fitzgerald (25. apríl 191715. júní 1996) var bandarísk djasssöngkona sem hafði gríðarleg áhrif á djasssöng á 20. öld. Hún hlaut þrettán Grammy-verðlaun á ferli sínum. Ella byrjaði snemma að syngja. Þegar hún var 16 ára gömul tók hún þátt í samkeppni ungra söngvara á Apollo leikhúsinu í New York. Um þær mundir heyrði trommuleikarinn og hljómsveitarstjórinn Chick Webb hana syngja, og réð hana til að koma fram með hljómsveit sinni.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.