Elfa Rún Kristinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elfa Rún Kristinsdóttir (fædd 1985) er íslenskur fiðluleikari. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn, þar með talin Íslensku tónlistarverðlaunin í flokkinum hljómplata ársins í sígildri og samtímatónlist fyrir upptöku sína af fantasíum Georgs Philipps Telemann[1]. Elfa Rún bar sigur úr býtum í alþjóðlegu Bach-keppninni í Leipzig 2006, þar sem hún vann bæði aðalverðlaun, áheyrendaverðlaun og verðlaun fyrir að vera yngsti keppandinn í úrslitunum[2]. Elfa Rún er leiðari í kammersveitinni Soloistenensemble Kaleidoskop í Berlín, en hefur einnig gefið sig að flutningi barokktónlistar undir merkjum upprunaflutnings og komið fram sem einleikari og leiðari með barokksveitinni Akademie für Alte Musik í Berlín[3]. Elfa Rún var tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2015[4].

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2016. Sótt 13. nóvember 2016.
  2. http://derstandard.at/2518653/Bach-Preistraeger-kommen-aus-Italien-Estland-und-Island
  3. http://www.norden.org/en/nordic-council/nordic-council-prizes/nordisk-raads-musikpris-1/nominations-2015/elfa-run-kristinsdottir[óvirkur tengill]
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2017. Sótt 13. nóvember 2016.