Eldklóin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 4

Eldklóin er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

„Oss vantar ungan verkfræðing, sem kann allt varðandi efnafræði, jarðfræði, eldfjallafræði, mann, sem er undir það búinn að láta að sér kveða og ver þó jafnan rólegur og skýr í hugsun....“

stóð í hinu leyndardómsfulla bréfi, sem Bob Moran fékk einn morguninn með póstinum. Moran var nú einmitt vanur því að starfa af atorku og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En Bombu-héraðið við M'Bangivatnið í Mið-Afríku reyndist mjög óheilnæmt fyrir Bob Moran - og ekki aðeins hvað líkmalega hollustuhætti snerti. Bob Moran verður að taka á öllu snarræði sínu og ráðsnilld til þess að sigrast á örðugleikunum. Á botni stöðuvatnsins er sem sé verðmæt, en hættuleg gastegund, sem breytt getur Bombu í nýja Pompeii á fáum sekúndum, ef hún leysist of fljótt úr sambandi. Ef hraunflóðið — sannkölluð eldtunga — nær alla leið fram að vatninu, munu allir íbúar borgarinnar og héraðsins í kring bíða hinn hörulegast dauðdaga.

Þeir Bob og Packart prófessor vita, hvað þeirra bíður, ef þeim tekst ekki í tíma að hafa hemil á náttúruöflunum.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Jacques Lamartin, Jan Packart, Brúnó Sang, Louis Van Dorf, Venega höfðingi Bajabongóanna

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

París, Frakkland - Bomba, M'Bangi-vatn, Kalíma, Mið-Afríku

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Eldklóin
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: La griffe de feu
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1954
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson ?
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1962