Fara í innihald

Elísabet Siemsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elísabet Siemsen fædd 26. febrúar 1955 er íslenskur framhaldsskólakennari og fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík. Elísabet hóf kennaraferil sinn sem þýskukennari við Menntaskólann í Reykjavík en hóf störf við Fjölbrautarskólann í Garðabæ árið 1982 þar sem hún starfaði sem þýskukennari, forvarnarfulltrúi og síðar sem aðstoðarskólameistari og var settur skólameistari í eitt skólaár 2016 til 2017.[1] Elísabet tók við starfi rektors Menntaskólans í Reykjavík í nóvember 2017 af Yngva Péturssyni og sinnti því starfi til ársins 2022.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Varð rektor MR í stað þess að fara á eftirlaun - RÚV.is“. RÚV. 15. nóvember 2017. Sótt 20. október 2024.
  2. „Elísabet Siemsen skipuð í embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík“. www.stjornarradid.is. Sótt 20. október 2024.