Fara í innihald

Eitur í flösku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eitur í flösku er leikur þar sem einn leikmaður er valinn til að vera „hann“. Sá leikmaður snýr baki í hina sem halda í hann. Á meðan segir „hann“: „Eitur í …“ og bætir við einhverju orði, til dæmis „tösku“, „tölvu“, „húsi“ eða „grasi“. Þegar hann segir „eitur í flösku“ sleppa allir takinu á honum og hlaupa burt. „Hann“ reynir síðan að elta og klukka sem flesta.

Þeir sem „hann“ klukkar þurfa að standa með aðra höndina upp í loft og fæturna sundur. Til að frelsa einhvern sem hefur verið klukkaður þarf annar frjáls leikmaður að skríða milli fóta hans. Það er bannað að klukka einhvern sem er að frelsa eða í miðjum klíðum við að frelsa.[1]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Arnardóttir 1986-, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.