Eiríkur bolli
Útlit
Eiríkur bolli var íslenskur prestur og ábóti á 14. öld. Hann var vígður til ábóta í Þingeyraklaustri árið 1344 en þar hafði þá verið ábótalaust síðan Björn Þorsteinsson lést árið 1341.
Hann var þó ekki lengi í embætti, því Ormur Ásláksson Hólabiskup, sem var mjög óvinsæll af Íslendingum og átti í illdeilum við marga, svipti hann ábótaembættinu þegar árið 1345 og er ekki meira um Eirík vitað.