Fara í innihald

Einræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Einræðisstjórn)

Listi yfir tegundir stjórnarfars

Einræðisríki, ólíkt lýðræðisríkjum, byggja ekki á grundvallargildum líkt og umburðarlyndi, viðurkenningu grundvallarréttinda og jöfnum rétt allra fyrir lögum. Í slíkum ríkjum er tiltekin valhópur í stað kjósendahóps, sem veitir valdhafa umboð til að stjórna. Því myndast umboðskeðja milli valdhópsins og valdhafans en fólkið, almenningur, heyrir undir beint boðvald valdahafans og hefur því ekkert að gera með stjórn landsins, það veitir engum umboð en er samt undir valdsviði hans. Einræðisríki eru flokkuð eftir gerð valdhópsins. Dæmi um einræðislegt stjórnarform eru:

  • Konungsríki þar sem fjölskyldan er valdhópurinn
  • Theokratía þar sem stigveldi kirkjunnar er valdhópurinn (Íran)
  • Eins flokks ríki þar sem flokksstrúktúrinn er valdhópurinn (Kína)
  • Persónustjórn þar sem fjölskylda valdahafa er valdhópurinn
  • Herstjórn þar sem formgerð hersins er valdhópurinn (Egyptalandi)

Valdhafar einræðisríkja eru einungis ábyrgir gagnvart valdhóp sínum svo almenningur hefur ekkert að segja um stjórn ríkisins og hefur valdhafi því vald yfir almenningi sem ekki er lögmætt af honum sjálfum.

Alræðisríki hafa einræðislegt stjórnarform en eru ekki einræðis ríka af því að:

  • Þau beita mikilli hugmyndafræði og beina henni með öflugum hætti að almenningi
  • Þau reyna ítrekað að stjórna háttsemi almennings og nýta það sem kúga hann til að þjóna ríkinu
  • Þau banna algjörlega alla samfélagslega margræðni, það er tilvist hagsmuna samtaka sem dæmi.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. G.Bingham Powell, Russel J Dalton og Kaare Strom,  „Government and Policymaking“ í Comparative Politics Today, 10. útg., ritstj. G.Bingham Powell, Russel J Dalton og Kaare Strom. (New York: Longman, 2012), 100-123.
  • „Hvað er einræðisríki?“. Vísindavefurinn.