The Juniper Tree
The Juniper Tree | |
---|---|
Leikstjóri | Nietzchka Keene |
Handritshöfundur | Nietzchka Keene |
Framleiðandi | Nietzchka Keene Patrick Moyroud |
Leikarar |
|
Dreifiaðili | Háskólabíó |
Frumsýning | 10. apríl 1990 12. febrúar 1993 |
Lengd | 78 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð |
The Juniper Tree (eða Einiberjatréð) er kvikmynd eftir Nietzchka Keene, sem var framleidd og tekin á Íslandi. Þó að myndin sé öll á ensku réð Keene aðeins íslenska leikara til að fá sérstakann framburð á enskunni. Vegna fjárskorts var leikarafjöldinn mjög takmarkaður, eða aðeins fimm leikarar í það heila og þar á meðal Björk Guðmundsdóttir. Hún var þá 21 árs og ólétt af syni sínum Sindra Eldon Þórssyni. Handritið er byggt á ævintýri úr Grímsævintýrum. Tökur fóru fram sumarið 1986, en líklega hafa nokkur atriði verið tekin upp næsta sumar. Á meðan klippingunni stóð skorti framleiðendunum aftur fjármuni, sem varð til þess að kvikmyndin var ekki frumsýnd fyrr en árið 1990. Kvikmyndin er enn víða ófáanleg og sú litla athygli sem hún hefur fengið er tilkomin vegna heimsfrægðar Bjarkar.