Efndir in natura
Útlit
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Það er meginregla í íslenskum rétti að kröfuhafi á rétt á því að fá efndir kröfu sinnar í samræmi við efni samnings. Kröfuhafi getur almennt krafist þess fyrir dómi, að skuldarinn efni kröfu beinlínis eftir efni hennar, og þannig, að dómsorð verði í samræmi við það, ef dómkrafan reynist að öðru leyti á rökum byggð. Sé ekki unnt að verða við kröfu um efndir in natura, t.d. vegna þess að einstaklega ákveðinn söluhlutur hefur farist áður en til efnda kemur, þá koma skaðabætur til greina eftir atvikum.