Edward Chamberlin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edward Chamberlin.

Edward Hastings Chamberlin (fæddur 18. maí 1899 í La Conner, Washington og lést 16. júlí 1967 í Cambridge, Massachusetts) var bandarískur hagfræðingur þekktur fyrir kenningar sínar um fákeppni og samkeppni. [1]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Chamberlin var menntaður frá Iowa-háskólanum, þar varð hann fyrir áhrifum frá Frank H. Knight, sem að kenndi nokkrum heimsfrægum hagfræðingum. Chamberlin fór í Michigan-háskólan í framhaldsnám og endaði námsferil sinn í Harvard-háskólanum, þar fékk hann Ph.D. gráðu árið 1927. Hann starfaði þar sem kennari í rúm 30 ár.[1]

Hagfræði[breyta | breyta frumkóða]

Doktorsritgerð hans var um einkasölusamkeppni. Einkasölusamkeppni er markaður þar sem eru mörg fyrirtæki sem að selja aðgreinanlega afurði. Chamberlin notaði ritgerðina sem grunnur á bókinni Theory of Monopolistic Competition, sem að hann gaf út árið 1933. Nokkrum mánuðum síðar birti hagfræðingurinn Joan Robinson einnig grein um einkasölusamkeppi. Þetta vakti upp miklar umræður um samkeppni og þau tvö er talin vera frumkvöðlar á sviði einkasölusamkeppni. [2]

Lausnirnar sem Chamberlin lagði til eru líkar þeim sem Robinson nefndi. Chamberlin kom upp með kenninguna á vöruaðgreiningu sem segir að fyrirtæki geta hækkað verðin sín ef þau aðgreina vörur sínar frá samkeppninni. Hann nefndi einnig að fyrirtæki sem starfa í einkasölusamkeppni verða of lítil ef þau beita ekki vöruaðgreiningu. Eftirtektarverð kenning hjá Robinson var kenningin um einkeypismarkað. Það er markaður sem það starfar einn kaupandi, þetta leiðir til að kaupandinn fær markaðsafl og getur lækkað markaðsverðið.[2]

Chamberlin er óformlega talinn stofnandi á Industrial Organization sem er fræðigrein í hagfræði. Fræðigreinin inniheldur hugtökum eins og hagnaðarhámörkun, markaðsafl og vörugæði.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Edward Chamberlin“, Wikipedia (enska), 26. júní 2023, sótt 7. september 2023
  2. 2,0 2,1 „Edward Hastings Chamberlin | Monopolistic Competition, Price Theory & Market Structures | Britannica“. www.britannica.com (enska). 12. júlí 2023. Sótt 7. september 2023.