Fara í innihald

EPIRB

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd sem sýnir COSPAS-SARSAT-björgunarkerfið.

EPIRB-neyðarsendir (úr ensku, Emergency position-indicating radiobeacon) er rafhlöðuknúinn neyðarsendir til að staðsetja farartæki og fólk í neyð, eins þegar flugvél hrapar eða skip sekkur. Neyðarsendirinn getur virkjast sjálfvirkt, til dæmis við að lenda í vatni, eða er settur í gang handvirkt. Við það sendir hann út stöðugt útvarpsmerki á 406 MHz tíðni. Gervihnettir á vegum Cospas-Sarsat nema slík merki og senda til viðeigandi viðbragðsaðila. Nýjustu neyðarsendarnir notast við staðsetningarkerfi eins og GPS eða GLONASS en bæði nýrri og eldri gerðir eru líka staðsettar með því að nota dopplerhrif við rakningu.

Skammstöfunin EPIRB á oftast við um neyðarbauju um borð í skipum. Flugvélar notast við ELT (emergency location transmitter), kafbátar við SEPIRB (submarine emergency position-indicating radio beacon) og einstaklingar við PLB (personal locator beacon).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.