EMI
Útlit
(Endurbeint frá EMI Group Limited)
EMI Group Limited (upprunalega skammstöfun fyrir Electric and Musical Industries, einnig kallað EMI Records Ltd. eða einfaldlega EMI) var bresk fjölþjóðasamsteypa stofnuð í mars 1931 í London. Við kaup Universal Music á EMI árið 2012 var það fjórði stærsti viðskiptahópurinn og útgáfufyrirtækið í tónlistariðnaðinum, og var talið eitt af „stóru fjóru“ plötuframleiðendum heims (nú „stóru þrem“). Útgáfur EMI voru meðal annars EMI Records, Parlophone, Virgin Records, og Capitol Records, sem eru nú undir Universal Music fyrir utan Parlophone, sem er nú í eigu Warner Music.
Þessi fyrirtækjagrein sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.