Eðliseignarfall
Útlit
Eðliseignarfall [1] (fræðiheiti: Genitivus qualitatis) er eignarfall sem gefur til kynna eiginleika sem stýrandi orð hefur í setningu og notast ekki við forsetningar. Eðliseignarfall var algengara að fornu en að nýju og gætir áhrifa frá latínu.
- Dæmi:
- Barnið er þriggja ára.
- Húsið er margra hæða - eða - þetta er þriggja hæða hús.
- Korn lítils vaxtar.
- Mál mitt er kannski fárra kosta.
Athugið að þegar sagt er t.d. að einhver sé maður mikillar ættar, þá er spurning hvort réttara væri að flokka það sem upprunaeignarfall. [2]