Fara í innihald

Dóúala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dóúala er stærsta borg Kamerún með yfir 2 milljónir[1] íbúa í borginni sjálfri samkvæmt manntali árið 2005 en um 6 milljónir á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt áætlun 2015. Borgin liggur á austurbakka Wouri fljótsins sem er skipgeng um 64 km upp eftir ánni. Portúgalar komu á svæðið í lok 15. aldar og um miðja 17. öldina var farið að myndast þéttbýli á svæðinu og á 18. öld varð hún miðstöð þrælaverslunar á svæðinu.

Dóúala er á um 4° norðlægrar breiddar og 9° austlægrar lengdar. Hitafar er nokkuð stöðugt eða um 25-30°C. Tungumál flestra íbúa er duala en um 70% kunna frönsku.

Dóúala er miðstöð inn- og útflutnings fyrir svæðið. Þar er stærsta höfn Mið-Afríku og einnig stór flugvöllur. Umhverfis borgina er einnig gott landbúnaðarland og olíulindir.[1]

  1. 1,0 1,1 „Cameroon: Regions, Major Cities & Towns - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information“. www.citypopulation.de.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.