Dódóma
Útlit
Dódóma er opinber höfuðborg Tansaníu og höfuðstaður Dódómahéraðs. Íbúafjöldi var um 2,5 milljónir árið 2020.
Árið 1973 var ákveðið að færa höfuðborgina frá Dar es Salaam til Dódómu þar sem hún er meira miðsvæðis. Þjóðþing Tansaníu flutti þangað árið 1996 en margar stofnanir eru enn í gömlu höfuðborginni.
Upphaf borgarinnar má rekja til nýlenduáhrifa Þjóðverja þegar þeir voru að byggja upp járnbrautakerfi í Tansaníu. Þegar ákveðið var að flytja höfuðborgina þá var það hluti af stærri áætlun um efnahagslega uppbyggingu svæðisins; áætlun upp á um 200 milljónir punda sem átti að taka tíu ár. Allt frá byrjun 20. aldar höfðu verið uppi hugmyndir um að Dódóma að höfuðborg.