Drómasýki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ekki skal rugla drómasýki við „svefnsýki“.

Drómasýki er svefnröskun sem stafar að öllum líkindum af röskun á REM-svefni fólks (einnig kallaður bliksvefn eða draumsvefn).

Fólk sem þjáist af drómasýki getur lent í því að fá svokölluð svefnflog þar sem allt í einu leitar á það svo mikil syfja að því finnst það knúið til þess að sofna. Einnig getur fólk fengið slekjuköst þar sem vöðvalömun sem einkennir REM-svefn virðist koma á óeðlilegum tíma en fólk heldur samt meðvitund. Svefnrofalömun er enn eitt einkennið þar sem fólk getur sig hvergi hreyft þegar það er á milli svefns og vöku. Að auki getur fólk fundið fyrir svefnhöfgaofskynjunum en þá sér það, heyrir eða skynjar á annan hátt ýmislegt sem ekki er neinn fótur fyrir í raunveruleikanum. Möguleg skýring á þessu er að ofskynjanirnar séu draumar sem komi á vitlausum tíma.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er drómasýki?“. Vísindavefurinn.
  • Doktor.is: Drómasýki - Svefnrofalömun (e. narcolepsy)
  • Doktor.is: Svefnrofalömun - upplýsingar
  • Lokbrá, félag fólks með drómasýki
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.