Dreifing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dreifing í tölfræði er til marks um mismun breytu eða líkindadreifingar. Dæmi um mælikvarða á dreifingu er dreifni, staðalfrávik og fjórðungsbil. Andstæða dreifingar í tölfræði er miðsækni.

Ef dreifing er táknuð með rauntölu sem er 0 ef öll gögn eru eins og hækkar eftir því sem meiri munur er á gögnunum. Talan getur aldrei verið minni en 0.

Í flestum tilvikum er sama mælieining notuð við dreifnina og gögnin segja til um. T.a.m. er hægt að notast við: staðalfrávik, fjórðungsbil, spönn, mismun meðaltals (e. mean difference), tölugildi fráviks miðgildis (e. median absolute deviation) og frávik.

  Þessi tölfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.