Fara í innihald

Djúpbáturinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fagranes II

Djúpbáturinn er nafn sem notað var yfir báta sem sinntu ferjusiglingum um Ísafjarðardjúp á meðan vegir um Djúpið voru engir eða illfærir. Síðasti djúpbátur var bílferja og var byggð ferjubryggja við Arngerðareyri. Djúpbáturinn sinnti áætlunarferðum um Ísafjarðardjúp og sigldi milli Arngerðareyrar og Ísafjarðar og kom við í Æðey og Vigur. Einnig voru ferjusiglingar til Grunnuvíkur og fleiri staða á meðan byggð var þar.

Fjöldi báta sinnti ferðunum á árunum 1904 til 1942, meðal annars Arthur & Fanny sem talin er hafa flutt fyrstu bifreiðina um djúpið sumarið 1935. Þann 1. desember 1942 var Útgerðarfélag Djúpbátsins hf. stofnað á Ísafirði til að sjá um rekstur á nýju skipi, m/s Fagranesi sem keypt var frá Akranesi. Djúpbáturinn hf. sinnti áætlunarferðum um djúpið í hjartnær sex áratugi þangað til flutningarnir lögðust af árið 1999.[1]

Bátar Djúpbátsins hf.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Fagranes I - 1943–1963. Smíðað í Noregi fyrir útgerðarmenn á Akranesi og sinnti farþega- og vöruflutningum á milli Akranes og Reykjavíkur á árunum 1934 til 1942. Árið 1963 kveiknaði eldur um borð í skipinu. Það var dregið á land í Reykjarfirði og talið ónýtt.[2]
  • Fagranes II - 1963–1990
  • Fagranes III - 1990–1999. Árið 2001 var skipið selt til San Fransisco.[3][4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Guðmundur Sæmundsson (1. mars 2002). „Djúpbáturinn“. Heima er bezt. bls. 116–121. Sótt 13 apríl 2025 gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  2. Guðmundur Sæmundsson (1 júní 1998). „Ferjusiglingar Reykjavík / Akranes / Borgrarnes“. Heima er bezt. bls. "222. Sótt 13 apríl 2025 gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  3. Barreneche, Raul A. (2 júní 2005). „The Scavenger's Guide to the Galaxy“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 13 apríl 2025.
  4. Bowles, Nellie (9 október 2013). „Startup incubator on old ship tries to stay afloat“. SFGATE (bandarísk enska). Afrit af uppruna á 6. desember 2022. Sótt 13 apríl 2025.
  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.