Fara í innihald

Diegó (köttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Diegó er íslenskur köttur sem fór að vekja talsverða athygli og rataði oft í fréttirnar eftir að hann fór að venja komur sínar í verslanir í Skeifunni í Reykjavík.[1][2]

Í nóvember 2022 varð Diegó fyrir bíl og þurfti að gangast undir aðgerðir í kjölfarið. Blásið var til söfnunar til að standa straum af kostnaði sem hlaust við það og söfnuðust rúmlega 400 þúsund krónum í henni.[3]

Í nóvember 2024 rataði hann í fréttirnar eftir að hafa verið numinn á brott úr verslun A4 í Skeifunni.[4][5] Hann fannst aftur um einum og hálfum sólahring seinna hjá þriðja aðila sem hafði fengið hann að gjöf frá einstaklingnum sem hafði numið hann á brott.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Íslenskur köttur vekur athygli utan landsteinanna - „Starfsmaður mánaðarins". DV. 3. febrúar 2022. Sótt 26. nóvember 2024.
  2. Þorlákur Einarsson (1. febrúar 2024). „Diegó er aufúsugestur í A4“. Morgunblaðið. Sótt 26. nóvember 2024.
  3. Auður Ösp Guðmundsdóttir (25. janúar 2023). „Diego er mættur aftur - Vísir“. Vísir.is. Sótt 26. nóvember 2024.
  4. Iðunn Andrésdóttir. „Kattarþjófurinn náðist á mynd: Gerðist á augabragði“. Morgunblaðið. Sótt 26. nóvember 2024.
  5. Jón Ísak Ragnarsson (24. nóvember 2024). „Frægasti köttur landsins týndur“. Vísir.is. Sótt 26. nóvember 2024.
  6. Ragnar Jón Hrólfsson; María Sigrún Hilmarsdóttir (26. nóvember 2024). „Þjófurinn ætlaði að gefa Diego sem snemmbúna jólagjöf“. RÚV. Sótt 26. nóvember 2024.