Fara í innihald

Die Sprache

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Die Sprache (isl. „tungumálið“) er alþjóðlegt ritrýnt tímarit um málvísindi sem var stofnað árið 1949 af Paul Kretschmer, Wilhelm Havers og Wilhelm Czermak. Die Sprache er sérhæft í indóevrópskum málvísindum.

Tímaritið kemur út tvisvar á ári hjá bókaforlaginu Harrassowitz (Wiesbaden). Núverandi ritstjórar eru Hannes Fellner, Robert Nedoma og Stefan Schumacher í samstarfi við Wolfgang Hock, Daniel Kölligan, Martin Joachim Kümmel, Melanie Malzahn, Daniel Petit, David Stifter og Paul Widmer.