Davos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Davos séð úr lofti

Davos er sveitarfélag í umdæminu Prättigau/Davos í kantónunni Graubünden í Sviss. Bærinn stendur við ána Landwasser í Svissnesku Ölpunum, milli Plessurfjallgarðsins og Albulafjallgarðsins. Íbúar voru rúmlega 11 þúsund árið 2013.

Davos er einkum þekkt fyrir að vera eitt af stærstu skíðasvæðum Sviss og fyrir að hýsa hina árlegu Heimsviðskiptaráðstefnu. Spenglerbikarinn er árleg íshokkíkeppni haldin í Davos.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.