David Wessel
David Meyer Wessel (fæddur febrúar 21, 1954) er bandarískur blaðamaður og rithöfundur. Hann hefur deilt tveimur Pulitzer-verðlaunum fyrir blaðamennsku.[1] Hann er forstöðumaður Hutchins Center on Fiscal & Monetary Policy hjá Brookings Institution og er fréttaritari The Wall Street Journal, þar sem hann starfaði í 30 ár.[2]
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Wessel er ættaður frá New Haven, Connecticut. Hann er sonur Morris A. Wessel, barnalæknis, og Irmgard R. Wessel, klínísks félagsráðgjafa.[3] Wessel útskrifaðist frá Richard C. Lee High School í New Haven árið 1971 og frá Haverford College árið 1975 með hagfræðigráðu.[4]
Wessel hóf blaðamennskuferil sinn hjá Middletown, Connecticut Press árið 1975 og flutti sig til Hartford Courant árið 1977. Árið 1980 var hann í eitt ár Knight-Bagehot Fellow í viðskipta- og hagfræðiblaðamennsku við Graduate School of Journalism í Columbiaháskóla.[5] Wessel flutti sig ti The Boston Globe árið 1981 og árið 1983 sem blaðamaður The Wall Street Journal í Boston. Hann flutti til skrifstofunnar í Washington, D.C. árið 1987 og starfaði þar nær allan þann tíman á meðan hann starfaði fyrir blaðið, nema á árunum 1999-2000 þar sem hann var við störf í Berlín við blaðamennsku.[6]
Þann 4. desember 2013 tilkynnti The Brookings Institution að Wessel yrði stofnandi nýrrar Hutchins-miðstöðvar um ríkisfjármál og peningastefnu.[7]
Wessel og eiginkona hans Naomi Karp, sem áður var háttsettur sérfræðingur á skrifstofu Consumer Financial Protection Bureau fyrir eldri Bandaríkjamenn,[8] eiga tvö börn, Julia og Ben.
Framlög til hagfræðinnar
[breyta | breyta frumkóða]Wessel er höfundur nokkurra bóka og ritstjóri Central Banking after the Great Recession (2014),
Bók Wessel, Only the Rich Can Play: How Washington Works in the New Gilded Age (2021) fjallar um svokölluð "Opportunity Zones" sem tekin voru upp árið 2017 í Bandaríkjunum. Markmiðið með "Opportunity Zones" er að ýta undir fjárfestingu og þar með atvinnusköpun á svæðum þar sem efnahagsleg neyð ríkir. Til þess að laða að fjárfesta eru þeim gefin margvísleg skattafríðindi.[9] Wessel talar um að þróunin hefur leitt til 8,764 skattaskjóla í Bandaríkjunum. Hann talar um að efnaðir einstaklingar hafa nýtt sér þessi fríðindi til að koma í veg fyrir greiðslu á fjármagnstekjuskatti í sínu fylki. Fjárfestar hafa þar með selt sín hlutabréf með hagnaði og sett fjármagnið í "Opportunity Zones" og komist þar með undan því að greiða skatt ef fjármagnið er haldið föstu þar í 10 ár. Titill bókarinnar sem er að þeir ríku geta einnig spilað er lýsandi fyrir þessar aðstæður, eina leiðin til að fá þá efnuðu til að styðja við lágtekjusamfélögin er með því að gera þá enn efnaðari.[10]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Topics - The Wall Street Journal“. WSJ (enska). Sótt 23. september 2022.
- ↑ „David Wessel“. Brookings (bandarísk enska). 6. júlí 2016. Sótt 23. september 2022.
- ↑ Kita, Walter (2. janúar 2001). „City native is expanding his 'Scope'“. New Haven Register (bandarísk enska). Sótt 23. september 2022.
- ↑ „MICHAEL PAULSON '86 AND DAVID WESSEL '75 AMONG 2003 PULITZER WINNERS“. www.haverford.edu (enska). Sótt 23. september 2022.
- ↑ „Wayback Machine“ (PDF). web.archive.org. 5. nóvember 2013. Afritað af uppruna á 5. nóvember 2013. Sótt 23. september 2022.
- ↑ „David Wessel | 2012 Fiscal Summit“. archive.ph. 23. janúar 2013. Afritað af uppruna á 23. janúar 2013. Sótt 23. september 2022.
- ↑ „Brookings Launches the Hutchins Center on Fiscal and Monetary Policy“. Brookings (bandarísk enska). -001-11-30T00:00:00+00:00. Sótt 23. september 2022.
- ↑ Carrns, Ann (30. október 2013). „New Guidelines Aim to Help Financial Caregivers“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 23. september 2022.
- ↑ „Opportunity Zones | Internal Revenue Service“. www.irs.gov (enska). Sótt 23. september 2022.
- ↑ David Wessel: Only the Rich Can Play: How Washington Works in the New Gilded Age, sótt 23. september 2022