Dalur fornaldardýranna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 15

Dalur fornaldardýranna er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Professor Hetzel hefur af tilviljun komizt yfir skjal þar sem sagt er, að til sé gríðarstór legstaður forsögulegra risaeðla á einhverjum afstakktasta svæði Mið-Afríku. Því miður deyr prófessorinn, áður en hann fær því við komið að ferðbúa könnurleiðangur þann, sem átti að varpa ljóma á allt rannsóknarstarf hans. Lena dóttir hans fer því til Afríku í því skyni að uppfylla síðustu ósk hans, og hún hittir Bob Moran á fljótaskipinu Valabo. - Frá þeirri stundu fer að koma skriður á atburðarásina. Bob hafði farið til Afríku ti að leita upp stór veiðidýr með það fyrir augum að taka nærmyndir af þeim. En áður en því takmarki er náð, urðu á vegi hans allt aðrir og öllu hættulegri andstæðingar en ljón og tígrar. Til að hjálpa hinni fögru Lenu afgreiðir hann þegar á fljótaskipinu ókunnan bófa, sem ætlaði að koma í veg fyrir að hún næði takmarki sínu, og fleiri fylgdu í kjölfarið. Hann leggur síðan til baráttu úti í hættulegum frumskóginum, þar sem leóparðamenn vekja ógn og skelfingu með villimannlegu framferði sínu. Hann fær að komast að raun um, að meira að segja flóðhestar og bavíanar geta verið hættulegir. En jafnvel óðir manndráparar í tígrafeldum og með stálklær á höndum megna ekki að skjóta Bob vini okkar skelk í bringu. Enn einu sinni þurkar hann svitann af enninu og brettir upp ermunum.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Lena Hetzel, M'Booli, Allan Wood, Chest, Pétur Bald, Friðrik Brown-sky, Bankútúh konungur balebelanna.

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

Valabo, Sangrafljót, Mið-Afríku.

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Dalur fornaldardýranna
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: La vallée des brontosaures
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1955
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1967