Dagur vatnsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dagur vatnsins er alþjóðlegur hátíðisdagur sem er haldinn 22. mars ár hvert. Hann var upphafleag tillaga í Dagskrá 21 sem var samþykkt á Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992. Fyrsti dagur vatnsins var haldinn hátíðlegur árið 1993.

Ýmsir viðburðir tengjast degi vatnsins um allan heim. Mörg félagasamtök nýta daginn til upplýsingamiðlunar og fjáröflunar fyrir verkefni sem snúast um að taka á vatnsskorti, vatnsmengun og skorti á sorphreinsun.

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um þróun vatns í heiminum kemur út hvert ár á þessum degi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]