DNG

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

DNG (Digital Negative) er skráarsnið af Adobe Systems. Skrársniðið RAW hefur á síðustu árum orðið mjög vinsælt hjá ljósmyndaunnendum þar sem það gefur þér mikla og góða stjórn yfir myndinni til að vinna hana. Vandamálið er það að myndavélar frá mismunandi fyrirtækjum skrifa myndir í mismunandi RAW sniði, sem getur verið slæmt af því að það geta ekki öll forrit lesið öll þau RAW skráarsnið sem til eru. Í framtíðinni getur einnig verið hætta á að ljósmyndarar komist ekki í gömlu RAW skrárnar sínar þar sem engin forrit geta lesið þau.

Vegna skorts á alþjóðlegu RAW skráarsniði, hannaði Adobe DNG til að sameina þessi RAW snið í eitt og sama skráarsniðið sem flest forrit geta spilað. Hægt er að sækja forrit frítt á netinu sem sem getur breytt öllum RAW skrám í DNG. Adobe kom með DNG árið 2004 og nú eru flest fyrirtæki farin að láta myndavélar skrifa myndir í DNG.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.