Fara í innihald

Kambhveljur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ctenophora (2))
Ctenophora

Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Undirríki: Eiginleg vefdýr (Eumetazoa)
Fylking: Kambhveljur (Ctenophora)

Kambhveljur (fræðiheiti: Ctenophora; úr grísku κτείς kteis „kambur“ og φέρω feró „að bera“) eru hópur svifdýra. Þær líkjast mikið marglyttum þrátt fyrir að vera fjarskyldar þeim. Kambhveljur eru flestar sporöskjulaga eða kúlulaga og líkjast nokkuð stjörnuávexti.

Kambhveljur eru skæð rándýr en ólíkt holdýrum sem marglyttur tilheyra hafa þær ekki stingfrumur eða brennifrumur til að drepa bráð sína, heldur grípa þær hana með tveimur löngum og mjóum svipum sem hafa colloblast klísturfrumur. Helsta fæða kambhvelja eru krabbaflær, fiskilirfur og sviflægar lirfur annarra dýrategunda. Tegundirnar eru margar og því aðferðirnar sem þær nota við að éta mismunandi. Sumar tegundir kambhvelja hafa bifhár í munninum sem þær nota til að bíta í bráðina sína.

Kambhveljur geta fundist niður á allt að 2000-3000 m dýpi. Flestar lifa í nokkuð hlýjum sjó, en einnig eru til tegundir sem þrífast í ísöltu vatni við árósa. Nokkrar tegundir finnast út um allan heim (m.a. Pleurobrachia pileus og Beroe cucumis), en algengast er að tegundir lifi á afmarkaðrisvæðum. Kambhveljur eru algengar í kring um Ísland.

Vitað er um 100-150 tegundir kambhvelja. Talið er að þær hafi orðið til fyrir um 500 milljón árum sem gerir þær eldri en risaeðlur.

Fræðiheitið Ctenophora er borið fram með hljóðlausu „C“ og því hljómar framburðurinn „(k)tenofóra“.

Útlit og hreyfing

[breyta | breyta frumkóða]

Það sem einkennir kambhveljurnar eru átta bifháraraðir sem liggja endilangt eftir líkama þeirra, en bifhárin nota þau til sunds með því að sveifla þeim í takt. Kambhveljurnar eru talin stærstu dýrin sem vitað er um sem nota bifhárin til sunds. Flestar tegundir kambhvelja synda, en þó er vitað um einn hóp sem skríður eftir botninum.

Kambhveljurnar hafa munn á öðrum enda líkamans og skynfæri á hinum endanum, en þetta eru elstu tegundirnar sem vitað er um að hafi skipulagða vefi. Stærð þeirra getur verið mjög mismunandi, en þær finnast allt frá 3mm upp í 1m langar, og eru oft mismunandi í laginu.

Kambhveljurnar eru 95% vatn, en flestar tegundirnar eru gangsæar eða hálfgagnsæar, en þó eru til allavega tvær tegundir sem eru litaðar, en Beroecucumis er bleik á litin og Venus's girlde er fjólublá á litin. Gagnsæu tegundirnar eru lífljómandi, þ.e. þær gefa frá sér bláleitt eða grænleitt ljós á næturnar með náttúrulegum hætti, vegna próteina sem þau hafa í vefjum sínum.

Áður fyrr töldu vísindamenn að kambhveljurnar losuðu sig við úrgang í gegn um munninn, en árið 2015 sýndu rannsóknir fram á að þær losa sig við ómeltanlegar agnir í gegn um nokkurs konar svitaholur sem eru á aftari enda dýrsins.

Kambhveljurnar eru tvíkynja, en þær hafa tvo aðskilda kynkirtla sem framleiða annars vegar egg og hinsvegar sæði. Æxlunin fer yfirleitt þannig fram að bæði eggjum og sæði er sleppt í sjóinn, það er svo látið reka um þar til þar til eggið finnur sæði til frjóvgunar eða öfugt. Einnig geta sæðin frjóvgað eggin frá sama dýri (sjálfsfrjóvgun). Þessi aðferð er þó lítið skilvirk þar sem litlar líkur eru á að finna aðrar kynfrumur, en til að auka líkurnar þá sleppa kambhveljurnar eggjum og sæðum á hverjum degi. Lirfurnar eru egglaga og líkjast strax fullvöxnu dýri, svo ekki verður mikil breyting á þeim við þroska.

Ekki er vitað til þess að kambhveljurnar séu nýttar nokkurs staðar í heiminum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hreiðar Valtýsson. (e.d.). "Kambhveljur og pílormar". [1] Geymt 18 september 2020 í Wayback Machine, Skoðað 18. september 2019.
  • Waggoner, Ben M. (1995). "Introduction to Ctenophora". [2], Skoðað 20. september 2019.
  • The Editors of Encyclopaedia Britannica. (2013). "Ctenophore". [3], Skoðað 20. september 2019.
  • The Ocean Portal Team. (e.d.). "Jellyfish and Comb Jellies". [4], Skoðað 23. september 2019.