Covellít
Útlit
Covellít tilheyrir hópi málmsteina.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Kristallar eru þunnir, plötulaga og málmgljáandi. Litur þeirra er blár eða fjólublár en einnig hafa fundist ljósbláir og svarbláir.
- Efnasamsetning: CuS
- Kristalgerð: Hexagónal
- Harka: 1½-2
- Eðlisþyngd: 4,7
- Kleyfni: Góð
Myndun og útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Algengasta koparsúlfíðsteindin og myndast við veðrun á öðrum koparsúlfíðum. Finnst þar sem koparkís er nærri innskotum og einnig sem útfelling úr gosgufum á eldstöðvum og á hverasvæðum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2