Cortona

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cortona

Cortona er um 22 þúsund manna bær í sýslunni Arezzo í Toskana á Ítalíu. Bærinn var stofnaður af Etrúrum og stendur í brattri hlíð með útsýni yfir Val di Chiana, en núverandi bæjarmynd er frá miðöldum að stærstum hluta. Cortona er heimabær fútúríska listmálarans Gino Severini og popptónlistarmannsins Jovanotti.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.