Fara í innihald

Coby Bell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Coby Scott Bell)
Coby Bell
FæddurCoby Scott Bell
11. maí 1975 (1975-05-11) (49 ára)
Ár virkur1997 -
Helstu hlutverk
Jesse Porter í Burn Notice
Tyrone Davis í Third Watch
Jason Pitts í The Game

Coby Bell (fæddur Coby Scott Bell, 11. maí 1975) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Third Watch og The Game.

Bell er fæddur og uppalinn í Orange County, Kaliforníu og stundaði nám við San Jose State háskólann. Bell fékk leiklistarbakteríuna gegnum föður sinn, Michael Bell sem er fyrrverandi Broadway leikari.[1]

Bell er giftur Aviss Pinkney-Bell og saman eiga þau fjögur börn.

Bell er sjálfboðaliði í Big Brothers of America samtökunum þar sem hann er leiðbeinandi fyrir unglinga sem eru útundan í samfélaginu.[2]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Bell var árið 1997 í The Parent Hood. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Miami, ER og Vampírubananum Buffy. Árið 1999 var honum boðið eitt af aðalhlutverkunum í Third Watch sem lögreglumaðurinn Tyrone Davis, sem hann lék til ársins 2005. Hefur hann síðan 2006 verið einn af aðalleikurunum í The Game sem Jason Pitts.

Bell gerðist meðlimur Burn Notice í júní 2010, sem Jesse Porter og var einn af aðalleikurunum til ársins 2013 þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[3]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Bell var árið 2006 í Drifting Elegant. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Ball Don´t Lie og Dream Street.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2006 Drifting Elegant Renny Lyles
2007 Showdown at Area 51 Jude
2008 Ball Dont's Lie Dreadlock Man
2008 Flowers and Weeds Tyler Talaði inn á
2010 Dream Street ónefnt hlutverk sem Colby Bell
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 The Parent Hood Devigian Þáttur: Father Wendell
1997 Vampírubaninn Buffy Ungur maður Þáttur: Reptile Boy
1997 ER Brett Nicholson Þáttur: Good Touch, Bad Touch
1997-1998 Smart Guy Anthony Davis / Garret 2 þættir
1998-1999 L.A. Doctors Patrick Owen 13 þættir
1999 ATF Fulltrúinn Dinko Bates Sjónvarpsmynd
1999-2005 Third Watch Lögreglumaðurinn Tyrone Davis 130 þættir
2005 Half & Half Glen 3 þættir
2006 Girlfriends Jason Þáttur: The Game
2007 CSI: Miami Tony Decker Þáttur: Kill Switch
2010 Archer Conway Stern Þáttur: Diversity Hire
Talaði inn á
2010 – til dags Burn Notice Jesse Porter 53 þættir
2006 – til dags The Game Jason Pitts 84 þættir

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ferill Coby Bell á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 8. maí 2012.
  2. „Ferill Coby Bell á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 8. maí 2012.
  3. „Burn Notice: USA TV Series Ending (Official)“. Sótt 10. maí 2013.